144. löggjafarþing — 104. fundur,  11. maí 2015.

efling brothættra byggða og byggðafesta veiðiheimilda.

588. mál
[21:16]
Horfa

Geir Jón Þórisson (S) (andsvar):

Frú forseti. Mér finnst þetta mjög merkileg tillaga sem þarna kemur fram. Ég vil aðeins staldra við veiðiheimildir, ekki bara til brothættra byggða heldur til allra sjávarþorpa í kringum landið. Ég kem úr sveitarfélagi sem er ekki brothætt bygg en stórt sveitarfélag og hefur miklar aflaheimildir. Síðan var tekið upp svokallað viðbótarveiðigjald. Hvað mundi hv. þingmaður segja um þá tillögu að hluti af viðbótarveiðigjaldi yrði eftir í þessum sjávarbyggðum? Í Vestmannaeyjum greiðir til dæmis hvert mannsbarn þar tæpar 600 þúsund í bæði veiðigjöld og viðbótarveiðigjöld. Af þessu verður ekkert eftir í sveitarfélaginu, þannig að þetta fer annað. Hvað mundi hv. þingmaður segja um það ef hluti af viðbótarveiðigjaldi yrði eftir í þessum sjávarbyggðum?