144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[14:12]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Þingmenn virðast ekki alveg vera vissir um hvað þeir eru að greiða atkvæði, en það er um að ramminn skuli ekki vera á dagskrá í dag, þannig að menn geta séð það. Ástæðan er mjög skýr, á bls. 85 í McKinsey-skýrslunni um Ísland er talað um ofboðslegan kostnað og nauðsyn þess að taka skref í þá átt að efla atvinnulífið; það er talað um mikilvægi þess að sátt sé um stefnumótun í mikilvægum málaflokkum, meðal annars í orkumálum. Hér er gengið akkúrat í hina áttina, í átt til algjörrar ósáttar. Það er kostnaðarsamt fyrir samfélagið að gera það þannig, það er ófaglegt að gera það þannig. Það er ekki verið að brjóta lögin en það er alla vega farið á svig við lög. Ef við ætlum að breyta virkjunarflokkum, samkvæmt lögum um rammaáætlun, gerum við það fyrst með faglegu ferli sem unnin í þingsályktunartillögu og hún er lögð fram. En það er mjög sniðugt (Forseti hringir.) framlag hjá hv. þm. Jóni Gunnarssyni að leggja fram fullt af breytingartillögum um fleiri virkjunarkosti, fimm til viðbótar, sem hafa ekki farið í þetta faglega ferli. Ófaglegt, óskynsamlegt.