144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[14:20]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Landið logar í kjaradeilum, en í stað þess að vinna að sátt á Alþingi kýs stjórnarmeirihlutinn að setja á dagskrá stórkostlegt deilumál. Tugþúsundir Íslendinga kalla eftir því að stjórnmálaforustan bæti kjör fólksins í landinu, en stjórnarmeirihlutinn vill bara vera í sandkassaleik um algerlega ótímabærar virkjunartillögur.

Virðulegur forseti. Ég segi já.