144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

um fundarstjórn.

[14:28]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti heyrði að hv. þm. Jón Þór Ólafsson kvaddi sér hljóðs þegar forseti hafði hafið lestur á þeirri tillögu sem við vorum að greiða atkvæði um og leit svo á að hv. þingmaður væri að biðja um orðið um atkvæðagreiðsluna. Forseti nam það ekki svo að þingmaðurinn hefði verið að biðja um orðið um fundarstjórn forseta enda hafði forseti þegar hafið lestur á þessu máli. Forseta þykir mjög miður ef hv. þingmenn hafa misskilið þetta. Forseti tilkynnti líka áðan þegar einstakir þingmenn tjáðu sig í upphafi atkvæðagreiðslu að um væri að ræða að þeir tækju til máls undir liðnum um atkvæðagreiðsluna.