144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

um fundarstjórn.

[14:34]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill fullvissa hv. þingmann og aðra hv. þingmenn um að hér var ekki verið að reyna að beita neinum klækjum, enda veit forseti það af gamalli og langri reynslu sinni að slíkt mun hefna sín gagnvart honum sjálfum og þinginu í heild. Þess vegna vill forseti eingöngu leitast við að fara hér eftir reglum, þingskapalögum og öðrum þeim reglum sem við styðjumst við. Hafi hér orðið einhver misskilningur er ekki um það að ræða að það hafi verið ásetningur forseta að reyna að koma aftan að neinum þingmanni með eitt eða neitt.