144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

um fundarstjórn.

[14:37]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegur forseti. Mér er eiginlega skapi næst að halda því bara fram að þessi fundur í dag sé misheppnaður og það eigi að byrja hann upp á nýtt. Þingsköp hafa verið þverbrotin þannig á fundinum að maður hefur sjaldan séð annað eins.

Ég hef mikið álit á hæstv. forseta eins og hv. þm. Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Mig langar því að spyrja í ljósi þess að hér er að koma til umræðu mál sem allir vita að er gríðarlegt deilumál og hefur verið deilumál í samfélaginu í áratugi: Hefur hæstv. forseti reynt í störfum sínum, með sín miklu völd hér, að horfast í augu við það? Hefur hann blásið til fundar með fulltrúum meiri hluta og minni hluta í aðdraganda þessarar umræðu til að reyna að komast að því, þótt það væri ekki meira, hvort einhverjir fletir séu á því (Forseti hringir.) sem ná megi sátt um? Hefur einhver slíkur fundur (Forseti hringir.) átt sér stað eða verið boðaður?