144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

um fundarstjórn.

[14:40]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir orð hv. þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins og tala um það að mér finnst ómaklega vegið að forseta. Mér hefur fundist hann leggja sig fram við að reyna að halda hér frið, vinna með öllum og hefur staðið sig með stakri prýði í því. Ég get því engan veginn tekið undir þetta og sit ekki þegjandi undir því.

Eins finnst mér afskaplega leitt að heyra orðaleppana sem hér fjúka. Menn snúa út úr, uppnefna menn og annað slíkt og ég held að það sæmi okkur ekki hérna inni að taka þátt í því.

Vissulega erum við að tala um átakamál. Við þurfum að ræða þau. Líkt og ég hef lýst yfir áður er ég tilbúin að hlusta á öll rök og fjalla um þau mál sem við ætlum að taka fyrir og mun gera það af athygli. Ég hef lært það að þegar minni hlutinn hótar látum er jafn öruggt að það gerist og að rollurnar eru að bera út um allt land.