144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[15:10]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Fyrr á þessum vetri var iðnaðarráðherra líka með skelfilegt mál eins og hér er á ferðinni og reyndi að koma því í þægilegri nefnd af því að hv. formaður atvinnuveganefndar hafði lýst því sem allir sáu, að málið væri ónýtt. Það hét náttúrupassi. Sem betur fer stóð þingið í lappirnar og setti málið ekki í þægilegu nefndina fyrir ráðherrann heldur setti það til Jóns Gunnarssonar sem var gagnrýninn á það og sem betur fer var sú vonda hugmynd jörðuð.

Nú þegar Bjarni Benediktsson kemur með þetta vonda mál og vill velja sér nefnd er ástæða til að gjalda sérstaklega varhuga við og senda það þangað sem gagnrýnisraddir hafa komið fram, frá hv. þm. Frosta Sigurjónssyni, vegna þess að síðast þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur seldu banka fór Ísland á hausinn. (VigH: Skammastu þín.) (GÞÞ: Með stuðningi Samfylkingarinnar.)