144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[15:24]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég tek undir þau orð sem hér hafa fallið til hæstv. forseta. Ég ætla út af fyrir sig ekki að rengja á þessu stigi málsins það álit sem forseti hefur kynnt. Það er auðvitað ekki viðunandi að það sé bara lesið upp við upphaf umræðunnar án þess að neitt færi gefist á því að taka það til skoðunar, fá á því álit annarra og rýna til gagns áður en umræðan hefst. Það kann ekki góðri lukku að stýra að halda þessu sem einhverju leyndói fram að fundarbyrjun, virðulegur forseti.

Ég leyfi mér að efast um að að minnsta kosti tillagan um Hagavatnsvirkjun standist lög. Ég hygg að verið sé að stefna mjög miklum hagsmunum í hættu með því að skapa þá lagalegu óvissu sem augljóslega verður um þessa virkjunarkosti ef þessi svona lauslegi úrskurður (Forseti hringir.) forseta á að vera að það eina sem liggur til til grundvallar því að það verði (Forseti hringir.)