144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[15:29]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég tek undir það sem hér hefur verið sagt um nauðsyn þess að stjórnarandstaðan fái tóm til þess að fara yfir úrskurð forseta. Í fljótu bragði, ef gagnályktað er út frá úrskurðinum, er enginn biðflokkur eða verndarflokkur til staðar í landinu. Þá getur atvinnuveganefnd í raun tekið allan biðflokkinn því að þar hefur farið fram faglegt mat að mati forseta, og allan verndarflokkinn, það sem ekki hefur verið friðlýst, og sett í nýtingarflokk. Kannski er það nokkuð sem maður á ekki að segja upphátt við hv. þm. Jón Gunnarsson. (JónG: Og öfugt …)

Það er ákaflega þunnur þrettándi og veikburða rökstuðningur sem birtist í þessum úrskurði. (Gripið fram í.) Þetta er sem sagt orðalagið, með leyfi forseta:

„Þegar það er skoðað í heild sinni sem hér hefur verið rakið sýnast rök hníga frekar í þá átt …“ Það er niðurstaða forseta. Hún heldur ekki vatni.