144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[15:44]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Látum hjá líða að þessi úrskurður er byggður á mjög veikum röksemdum. Hann minnir mig einna helst á málsvörn Bills Clintons í Lewinsky-málinu þar sem lykilvörnin hvíldi á setningunni: Það fer eftir því hvernig þú skilgreinir orðið „það“.

Hér er því haldið fram að engin skilgreining liggi á bak við hið faglega mat, hvað það þýði í raun og veru. Það þýðir auðvitað og hægt er að gagnálykta að með því séu allir flokkar rammaáætlunar í uppnámi og ekki í gildi lengur, þannig að það gengur augljóslega ekki upp.

Mér finnst, í ljósi þeirrar stöðu sem hér er komin upp, að menn verði einfaldlega að spyrja sig: Er þetta gott fyrir pólitíkina? Er þetta gott fyrir þingið? Er þetta okkur til framdráttar? Ég held að það sé full ástæða til þess, úr því hvernig spilast hefur úr þessum fundi hér í dag, að hæstv. forseti kalli til fundar þingflokksformanna og við förum aðeins yfir stöðuna og að forseti athugi hvort ekki sé ástæða til þess að gefa stjórnarandstöðunni tóm til þess (Forseti hringir.) að fara yfir málin og fá annað álit á (Forseti hringir.)