144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[15:51]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég tek undir með hv. þm. Róberti Marshall sem óskaði eftir því að forseti fundaði með þingflokksformönnum. Ég endurtek að við getum ekki hafið þessa umræðu á grundvelli þessa úrskurðar þar sem lög og leikreglur eru að engu höfð. Sé það vilji hæstv. forseta að hafa það fordæmi fyrir þingmönnum að lög og leikreglur skipti ekki máli vara ég við því í upphafi þessarar umræðu.