144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[15:59]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil biðja forseta að gera hlé á þessum fundi og kalla saman þingflokksformenn. Mér finnst líka mikilvægt að fá að ræða við þingflokksformann Samfylkingarinnar eftir slíkan fund til að fara yfir þessi mál. Við erum hér að tala um eitt stærsta deilumál í íslensku samfélagi. Við erum að tala um ágreining um það hvernig eigi að fara með málið og við erum að tala um síðari umræðu þar sem á að gera út um þetta mál.

Með fyllstu virðingu og vinsemd, forseti, bið ég þig um að gera hlé á þessum fundi og setjast niður með þingflokksformönnum og fara yfir málið. Það er ekki nægilegt að fara hér munnlega yfir dóm forseta sem lokaorð.