144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

um fundarstjórn.

[17:31]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka forseta fyrir að gefa ráðrúm til þingflokksfunda. Þingflokkarnir hafa nú fengið tíma til að ráða ráðum sínum og lesa yfir úrskurð hæstv. forseta, sem er verulega umdeilanlegt plagg. Það liggur fyrir að þingflokksformenn óska mjög eindregið eftir fundi tafarlaust með forseta ásamt lögfræðilegum ráðgjöfum hans og lögfræðingi þingsins þar sem farið verður yfir forsendur og innihald þessa úrskurðar. Það má öllum ljóst vera að þarna er ekki allt hafið yfir vafa og slíkan fund þarf að halda umsvifalaust.