144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

um fundarstjórn.

[17:41]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf):

Herra forseti. Ég ætla að halda mig við úrskurð hæstv. forseta Einars K. Guðfinnssonar. Hann er því miður ekki í salnum þannig að ég get ekki átt orðastað við hann. En það vill svo til að ég tek alltaf mark á fólki sem er sérfræðingar á sínum sviðum, sem betur fer höfum við hæstaréttarlögmann hér í salnum, fyrrverandi formann Lögmannafélags Íslands. Hvað segir hann um eftirfarandi röksemdafærslu? Öll röksemdafærslan liggur í því að faglegt mat hafi farið fram. Hæstv. forseti segir að hann geti stutt það eftirfarandi rökum: Hann segir að fjórum virkjunum, Þjórsárvirkjunum og Skrokkölduvirkjun, hafi áður verið raðað í virkjunarflokk. En hvað segir þá hv. þm. Brynjar Níelsson um Hagavatnsvirkjun? Henni var aldrei raðað í neitt. Má þá að minnsta kosti ekki komast að þeirri niðurstöðu hvað hana varðar að úrskurðurinn sé rangur miðað við hið innra rökhengi eins og hann liggur fyrir?