144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

um fundarstjórn.

[17:53]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Hér hefur verið boðað til fundar með þingflokksformönnum. Hæstv. forseti ætlar að funda með þingflokksformönnum og ráðgjöfum varðandi þessa niðurstöðu forseta. Mér finnst óeðlilegt að hér verði hafin umræða um málið og þingmenn þurfi að stíga hér í pontu ekki vitandi hver niðurstaðan verður, því að fyrir okkur sem viljum standa með rammaáætlun kann sá fundur að leiða af sér afdrifaríka niðurstöðu. Það er óeðlilegt að setja þingmenn í þá aðstöðu að þurfa að hefja umræðu málsins án þess að vita hvaða línu á að taka. Ég fer fram á það að hér verði fundi frestað og honum ekki fram haldið fyrr en fundur forseta hefur farið fram með þingflokksformönnunum.