144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

um fundarstjórn.

[18:09]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Hér er rætt um efni og form og við mótmælum svo sannarlega formi málsins sem og efni. Það sem ég hef bent á áður er að ég óska þess við hæstv. forseta að gert verði hlé á fundi þangað til fram hefur farið fundur þingflokksformanna með hæstv. forseta, því að það skiptir máli hver niðurstaðan þess fundar verður, hvert efni máls verður í ræðum þingmanna. Það er ekki hægt að setja okkur í þá aðstöðu að hefja umræður eða halda áfram umræðum á meðan við vitum ekki í hvaða farvegi málið er. Ég tel líklegast og best væri að sá fundur leiddi til þess að þetta mál yrði ekki áfram á dagskrá fyrr en á því hefðu verið gerðar viðunandi breytingar.