144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

um fundarstjórn.

[19:47]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Ég ákvað að leggja hér orð í belg. Mér finnst þetta málþóf út af akkúrat engu vera orðið ágætt hjá hv. stjórnarandstöðu. Hvort einhver ágreiningur er á ríkisstjórnarheimilinu um þessa breytingartillögu meiri hluta atvinnuveganefndar verður væntanlega svarað í fyrirspurnatímum ráðherra þegar þeir eru hér á dagskrá, væntanlega síðar í þessari viku. Þá fá þingmenn tækifæri til þess að knýja dyra hjá hæstv. ráðherrum og fara með þeim yfir málið. Nú er hér til umfjöllunar meirihlutatillaga atvinnuveganefndar og ég hvet hv. þingmenn til þess að hætta þessu málþófi sem birtist þjóðinni í einhverri óskemmtilegustu mynd sinni, hálfaumingjalegt væl, finnst mér, virðulegi forseti, ég verð að nota þau orð yfir þetta. Ég hvet fólk til að hefja hér málefnalega umræðu um þessi mál svo að við getum farið í andsvör hvert við annað og farið aðeins yfir (Gripið fram í.)um hvað þetta mál snýst á málefnalegum nótum.