144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:00]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F):

Virðulegi forseti. Bara til að leiðrétta allan misskilning svo menn séu ekki að misskilja þetta. Kannski er ég að misskilja þetta en ef ég skil stjórnarandstöðuna rétt þá er hún að deila á þessa breytingartillögu, að breytingartillagan sé alveg út í hött en ekki þingsályktunartillagan sem kom frá ráðherra. Við bendum á þessi breytingartillaga er frá meiri hluta atvinnuveganefndar svo það sé alveg á hreinu ef einhverjir hafa misskilið það.

Í fylgiskjali þessarar tillögu frá ráðherra eru allir þessir virkjunarkostir þannig að ég get ekki skilið að þetta sé öðruvísi, alla vega gat hæstv. fyrrverandi ráðherra í síðustu ríkisstjórn hunsað rammaáætlun og breytt tillögu frá verkefnisstjórn, tekið þar út virkjunarkosti. Að sama skapi get ég ekki skilið að það sé neitt öðruvísi aðgerð að bæta inn virkjunarkostum sem eru í þessu plaggi.