144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[20:54]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta atvinnuvn. (Kristján L. Möller) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nei. Ég tel að með þessari fyrstu samþykkt þar sem við vorum loksins að leiða í samþykkt Alþingis röðun nokkurra virkjunarkosta og svo annarra í vernd hafi það ekki verið. Það voru varúðarsjónarmið. Á þessum tíma þegar verið var að vinna var efnahagsástandið þannig að það var ekki verið að kalla á neinar virkjanir þá.

Hv. þingmaður ræðir um ártölin í þessari skýrslu. Ég þekki þau öllsömul, það eru allt saman ártöl sem voru orðin úrelt þegar þetta plagg var gefið út. Við vissum líka að það var ekki. Það réðu miklu varúðarsjónarmið gagnvart laxagengd og laxaseiðum í Þjórsá og eins og ég segi var tímapunkturinn þannig að að mínu mati var það hægt. Meðal annars fyrir tilstilli okkar í iðnaðarnefnd var því breytt sem stendur í lögunum, að ráðherra getur „eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti“ gert það var áður „á fjögurra ára fresti“ í frumvarpinu. (Forseti hringir.) Þessu breyttum við til þess að það væri hægt að gera þetta þá frekar eftir því sem rannsóknir gengju fram og þörfin eftir meira afli kæmi.