144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[20:57]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta atvinnuvn. (Kristján L. Möller) (Sf) (andsvar):

Nei, virðulegi forseti, þarna fer hv. þingmaður með rangt mál. Það er grundvallarmunur á því hvort hinn lögbundni ferill hefur átt sér stað áður. Ég sagði í minni ræðu að ef hinn lögbundni ferill er búinn tel ég að alþingismenn geti tekið hvaða ákvarðanir sem er þegar allt er komið á lokastig. Ég tel að Alþingi gæti tekið Hvammsvirkjun núna, samkvæmt þessari tillögu ráðherrans, og þess vegna sett í verndarflokk ef meiri hluti Alþingis samþykkir það. Allur hinn lögbundni ferill er búinn samkvæmt lögunum. Þetta snýst nefnilega ekki um þingsköp Alþingis, (Gripið fram í.) ekki fyrr en lögin hafa verið fullnustuð með ferilinn sem þar er skrifaður inn. (Gripið fram í.) Það er gundvallaratriði, virðulegi forseti. (Gripið fram í.)