144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[21:29]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég fagna því að hæstv. umhverfisráðherra sé komin á mælendaskrá. Ég ætla hins vegar að biðla til þingheims um að hleypa ekki síst að þingmönnum meiri hlutans úr Framsóknarflokki, hv. þm. Páli Jóhanni Pálssyni, Þorsteini Sæmundssyni og Þórunni Egilsdóttur, sem flytja þessa tillögu með sjálfstæðismönnum í nefndinni. Það væri fróðlegt að heyra hvort þau hafi einfaldlega ekki kynnt sér efni minnisblaðs umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Auðheyrilega er hæstv. umhverfisráðherra að minnsta kosti að hluta til sammála ráðuneyti sínu. Eru þau kannski beinlínis ósammála ráðherra sínum í málaflokknum?

Það er mikilvægt að vita þetta því að ef þau hafa bara misst af þessu minnisblaði og þurfa að endurskoða hug sinn getum við dregið breytinguna til baka og (Forseti hringir.) þá er þetta ekkert stórkostlegt vandamál.