144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[22:31]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það er ágætt að það komi fram hjá hv. þm. Jóni Gunnarssyni að þetta er hans prívat og persónulega innlegg í kjarasamninga, að fara fram hjá öllum faglegum og lögbundnum ferlum og taka þessa virkjunarkosti í flýtimeðferð. (Gripið fram í.) Ég held ekki að launþegasamtök í landinu hafi verið að óska eftir því, hv. þm. Jón Gunnarsson. (Gripið fram í: …beint í umsögn ASÍ.) Ég held að það hafi ekki verið og það kemur ekki fram í umsögn ASÍ að það vilji fara gegn faglegum ferlum, það kemur ekki fram. Menn geta lýst vilja til þess að virkjað sé í einhverjum virkjunarkostum, en menn vilja líka að unnið sé eftir faglegum leiðum, en það virðist vera nokkuð sem hv. þingmaður getur bara ekki skilið. Hann vill taka allt vald í fangið á sér en ég er annarrar skoðunar. (Gripið fram í.)

Ég vil að við íhugum hérna inni hvaða fjöregg við erum með í höndunum (Forseti hringir.) þegar náttúra Íslands er annars vegar.