144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:19]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hélt að ég hefði talað hér nokkuð skýrt í ræðu minni áðan. Ég styð kostina í neðri hluta Þjórsár og mun greiða þeim atkvæði. Ég vil gjarnan að Hagavatnsvirkjun sé rannsökuð frekar, væri tilbúin að standa með að þingsályktunartillögu um að hún færi í rannsóknarferli alveg sérstaklega, er ekki búin að taka endanlega ákvörðun með Skrokkölduna. Mér sýnist hún ekki hafa mikil inngrip en hefði gjarnan viljað að hún hefði enn þá verið inni í ráðuneytinu eða verkefnisstjórninni. Ég styð klárlega þessa þrjá flokka og stend við það, á eftir að hugsa mig um varðandi Skrokköldu.

En mér finnst alveg, ég vil að það komi líka hér fram að mér finnst að Alþingi (Forseti hringir.) hafi alveg rétt og nefnd til þess að gera breytingar á þessari þingsályktunartillögu sem og öðrum sem eru lagðar fram og ég tel ekki að framkvæmdarvald eigi að berja á löggjafarvaldinu.