144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:37]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér finnst ekki gott ef hv. þingmaður tekur sér það í munn að ráðherrann bulli hér. (KJak: Ég var ekki að segja …) (Gripið fram í: Nei, nei. …) Ókei. Ég skil, að ég tel, alveg nákvæmlega lög um rammaáætlun. Ég skil lög um rammaáætlun á þann veg að verkefnisstjórn segi til um og rannsaki þessa kosti og gefi síðan skýrslu til ráðherrans sem tekur síðan sína ákvörðun. Ráðherra, forveri minn í starfi, gerði það með þingsályktun hér síðastliðið haust. Síðan fer málið til nefndar og sú nefnd, atvinnuveganefnd, og allar aðrar nefndir hér á þingi breyta iðulega (Forseti hringir.) þeim þingsályktunartillögum og frumvörpum sem til þeirra koma. Það þekkja allir sem hér sitja inni.