144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:55]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þetta er búinn að vera viðburðaríkur dagur. Afköst eru reyndar ekki mikil en fólki hefur orðið tíðrætt um minnisblað frá atvinnuveganefnd eða frá auðlindaráðuneytinu. Þar stendur að miðað sé við að Alþingi taki ekki afstöðu til annarra virkjunarkosta en þeirra sem verkefnisstjórnin hefur fjallað um. Menn hafa haldið því fram hér að um Hagavatnsvirkjun hafi ekki verið fjallað í rammaáætlun. Hér er niðurstaða rammaáætlunar og í niðurstöðu 2. áfanga rammaáætlunar hafa allir faghópar fjallað um Hagavatnsvirkjun og gefið henni einkunn. (Gripið fram í: Þú skilur ekki málið.) — Nei, greinilega ekki. Það stendur hérna. (Gripið fram í.) Ég get alla vega lesið og það bara stendur hérna, ég skal sýna ykkur það ef hv. þingmenn vilja. (Forseti hringir.) Það er búið að fjalla um Hagavatnsvirkjun. Hvort það vantar fleiri gögn, það er beðið um fleiri gögn til að geta raðað Hagavatnsvirkjun í nýtingarflokk, [Háreysti í þingsal.] — já, já, en það er búið að fjalla um hana.