144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

dagskrá þingsins.

[15:24]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Hv. þm. Vigdís Hauksdóttir gaf merki um það áðan að hún styddi sinn hæstv. umhverfisráðherra í málflutningi hennar í þessu máli sem mikið hefur verið deilt hér um. Ég hlýt að kalla eftir því að hv. þingmaður skýri það betur. Er það stuðningur við (VigH: … dagskrá?) það að taka sem sagt Skrokkölduvirkjun og Hagavatnsvirkjun út úr breytingartillögunum? (Gripið fram í.)Það væri mjög forvitnilegt að heyra það frá hv. þingmanni sem hefur tækifæri til að koma í pontu, það hefur ekki vafist fyrir honum hingað til að nýta sér ræðustólinn, hann talaði 115 sinnum í umræðunum um stjórnlagaráð og þá er bara (VigH: … Icesave.) eitt mál tekið, 115 sinnum sem hv. þingmaður kom hérna upp og (Gripið fram í.) jós úr viskubrunnum sálar sinnar yfir þingheim allan. Ég vil gjarnan fá að heyra frá hv. þingmanni vegna þess að það er forvitnilegt að heyra hvort það sé stuðningur við hæstv. umhverfisráðherra í (Forseti hringir.) þingflokki Framsóknarflokksins. Ég skora á hv. þingmann að gefa merki um það hver staðan sé í þessu.