144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

dagskrá þingsins.

[15:50]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég ætla að taka aðeins til varna fyrir fundarstjórn forseta gagnvart orðum hv. 2. þm. Reykv. s. Ég hef tekið eftir því að í málflutningi þess ágæta hv. þingmanns er yfirleitt ekki ráðist í umræðuna sjálfa heldur umræðuvettvanginn. Ef Ríkisútvarpið segir eitthvað sem hv. þingmanni er ekki að skapi er ráðist að fjárveitingu Ríkisútvarpsins. Ef verkefni á sér stað í Háskóla Íslands er ráðist í það hver framkvæmdi verkefnið, hver dirfðist að kenna svona, og síðan auðvitað fjármagnið.

Þegar við erum síðan að ræða fundarstjórn af mjög lögmætum ástæðum veður hv. þingmaður strax í í lögmæti þess að við ræðum um þetta yfirleitt. Það þarf alltaf einhvern veginn að þagga niður í þeim sem tala en ekki taka á efnisatriðum þess sem um er rætt. (Gripið fram í.) Ég hef tekið eftir þessu mjög skýra mynstri hjá hv. þingmanni. Það (Gripið fram í.) vekur mér ugg (Gripið fram í.)satt best að segja. (Gripið fram í.)Þetta minnir mjög mikið á valdhyggju. (VigH: Málþóf.)

Þá legg ég til að hv. þingmaður komi í pontu (VigH: Búin með tímann.)og útskýri — búin með tímann, hún er búin með tímann, (Forseti hringir.) og ég líka, virðulegi forseti.