144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

umræðuefni dagsins.

[16:52]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegur forseti. Hér hafa menn ákveðið að setja gríðarlega umdeilt mál á dagskrá. Virkjunarmál eru mjög umdeild og þess vegna hefur verið reynt að setja þau í ákveðinn farveg til að skapa sátt. Ég verð að lesa hér upp úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem hefur verið gert oftar en einu sinni í þessum ræðustól:

„Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins.“

Maður hlýtur að spyrja: Hvar eru mennirnir, karlmannlegu væntanlega, sem skrifuðu þennan texta? Og hvað meintu þeir með honum? Þetta er orðið hallærislegt. Ég er örugglega 20. þingmaðurinn sem les upp nákvæmlega þetta hér. Meina þeir eitthvað með þessu? Mér finnst þetta allt saman (Forseti hringir.) mjög einkennilegt og ég mundi vilja að þeir sem skrifuðu þennan texta kæmu í þingsal og útskýrðu hvað þeir voru að hugsa.