144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

umræðuefni dagsins.

[16:53]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Það skiptir engu máli hvað fólki finnst um virkjanir eða umhverfismál, það geta allir verið sammála um að það er algerlega óboðlegt að ætla að taka stórar ákvarðanir um nýjar virkjanir með einni umræðu á Alþingi, engri vinnu í nefndum, engum umsögnum frá sérfróðum aðilum, engri umfjöllun að gagni. Það er alveg sama hvað fólki finnst um virkjanir eða umhverfismál, það er fráleit fundarstjórn að það eigi að taka ákvörðun um að virkja einn vatnsmesta foss í Evrópu, Urriðafoss, Laxfoss, með einni umræðu á Alþingi og engri málsmeðferð í nefnd, engum umsögnum og engum umbúnaði. Það skiptir engu máli hvort fólk er virkjunarsinnar eða umhverfissinnar, það er (Forseti hringir.) einfaldlega algjörlega óboðlegt að ætla að ráðast að íslenskri náttúru með einni umræðu á Alþingi.