144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:31]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég er sannfærður um að þegar fram líða stundir muni upplifun Íslendinga af þeim hugmyndum sem birtast í þessum breytingartillögum verða sambærileg og jafn fjarstæðukennd og þegar menn ætluðu að virkja Gullfoss. Ég er sannfærður um að menn muni í fyllingu tímans horfa á svæði eins og Farið fyrir neðan Hagavatn og Urriðafoss og hugsa með sér: Að hugsa sér, þessu var næstum því fórnað, þetta var næstum því eyðilagt. Það voru raunverulega menn á Íslandi sem ætluðu að eyðileggja þessi svæði. Það voru nokkrir frekir karlar sem vildu bara taka þetta frá okkur öllum og gera eitthvað sem þeim fannst vera góð hugmynd við þetta af því að það var svo karlmannlegt.