144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:57]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Við ræðum þessa breytingartillögu sem við höfum verið að ræða mjög lengi sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið segir að stangist á við breytingartillögu og þingsályktunartillögu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og stangist á við lög sem ráðherra á að framfylgja. Á þá Alþingi að álykta að ráðherra brjóti lög? En flutningsmenn þessarar tillögu eru hv. þm. Haraldur Benediktsson, Ásmundur Friðriksson, Þórunn Egilsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson, Páll Jóhann Pálsson og Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar. Eini aðilinn sem er hérna á svæðinu að ræða þetta málefnalega er hv. þm. Ásmundur Friðriksson. Haraldur Benediktsson, Þorsteinn Sæmundsson og Þórunn Egilsdóttir hafa ekki tekið málefnalegan þátt í þessu. Hvar er þetta fólk? Þetta er gríðarlega stórt mál. Ég skil að það sé erfitt að sitja hérna og ætla að reyna að rökstyðja að þetta sé góð leið að fara í málinu, en ef menn ætla að fara þessa leið þá geta þeir alla vega sýnt (Forseti hringir.) að þeir geti rætt það málefnalega og sýnt að þeir séu fólk sem getur staðið á bak við þessi orð sín og tekið þátt (Forseti hringir.) í umræðunni í þingsal.