144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:58]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er átakanlegt að verða vitni að því að ekki taki fleiri þátt í þessari umræðu hér. Ég held ég hafi aldrei notað orðið „hraksmánarlegt“ fyrr en þessi ríkisstjórn kom til valda, en það er það eina sem manni dettur í hug þegar maður horfir á frammistöðu þingmanna hér. Það er hraksmánarlegt að leggja til stórkostlegar breytingar í einni umræðu, fjórar virkjanir, ótrúlegar óafturkræfar framkvæmdir og fylgja þeim síðan ekki eftir með rökstuðningi. Ég fékk nokkrar spurningar eftir ræðu mína sem ég flutti áðan, þær voru allar frá fólki sem er sammála mér. Það var enginn sem kom og vildi rökræða við mig um efni ræðu minnar af þeim sem bera fram tillöguna sem hér er til umfjöllunar. Menn hafa einfaldlega ekki sjálfstraust til þess að koma í ræðustól og verja þetta. Þetta er hraksmánarlegt.