144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:07]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Fyrr í dag féllu þau orð að forsetinn héldi þinginu í gíslingu. Ég kem hér upp undir fundarstjórn forseta til að taka undir þau orð. Framganga hæstv. forseta í þessu máli eru mér veruleg vonbrigði. Ég er hundóánægður með störf hæstv. forseta í þessu máli. Ég hef verið ánægður með hæstv. forseta og störf hans hingað til á kjörtímabilinu. Mér finnst hann nú verða uppvís að þvermóðsku og stífni sem ég hef ekki séð áður í störfum forseta. Mér er það verulegt áhyggjuefni. Hæstv. forseti ætti að vita og mátti vita að hér er verulega umdeilanlegt mál á ferðinni. Mér líður eins og ég sé, svo ég vitni í ræðu hv. þm. Páls Vals Björnssonar, gísl (Forseti hringir.) í atburðarás hinna klikkuðu karlmanna og ég verð að segja að ef ekki verður breyting á vinnulagi hæstv. forseta finnst mér hann (Forseti hringir.) ganga erinda þeirra.