144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:10]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég eins og fleiri kalla eftir formanni atvinnuveganefndar, hv. þm. Jóni Gunnarssyni. Hann bauð upp í þennan dans og hann skal vera á ballinu. Það er ekki eðlilegt að hann hverfi meðan ballið stendur enn í boði hans og forseta vors. Það er eðlilegt að hann sitji undir umræðunni og taki þátt í henni nema hann liggi undir feldi, hann fékk mótmælaskjal fjölda fólks sem mótmælti þeim ruddaskap sem fer fram á Alþingi, á skjön við lög um rammaáætlun. Vonandi er hann að hugsa sinn gang og ætlar draga þetta ólánsmál til baka. Hv. þm. Ásmundur Friðriksson lýsti í fáum orðum faglegu ferli með Skrokköldu og það sést að það er ekki í verkahring okkar þingmanna (Forseti hringir.) að fara með það faglega ferli á nefndarfundum.