144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:15]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Það er áhyggjuefni að við erum að ræða rammaáætlun um vernd og nýtingu og það virðist sem þingmenn þekki ekki leikreglur þeirrar áætlunar. Svo rammt kveður að að hér er minnisblað frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem fram kemur að ráðuneytið telur þessa málsmeðferð ekki í samræmi við lögin. Í úrskurði forseta sé ég ekki vitnað í þetta minnisblað eða almennilega tekið á þeim athugasemdum sem þar koma fram. Það eru leikreglur sem við erum að tala um. Við vitum að sumir hér eiga blauta drauma um að eyðileggja yfirleitt alla náttúru Íslands, en leikreglur hafa verið smíðaðar utan um það hvernig við förum fram og við viljum að farið verði að þeim.