144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:57]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held þetta orðalag beri þess merki að menn ætluðu að komast að ákveðinni niðurstöðu í málinu og voru að reyna að finna leiðir til þess. Ef menn ætla að halda því fram í alvörunni og meina það faglega að það sé ekki meiri háttar breyting á þingsályktunartillögu að vippa inn milli umræðna fjórum nýjum virkjunarkostum, ef menn ætla að halda haus til lengri tíma geta þeir ekki annað en komist að einhverju svona orðalagi í niðurstöðu sinni, held ég. En þetta var að mínu mati ekki faglegur úrskurður, þetta var pólitískt álit, pólitísk niðurstaða sem við fengum hér hjá forseta. Hann er örugglega ekkert ánægður, þar sem hann situr fyrir aftan mig, með þennan dóm en svoleiðis var það og við það stend ég. Þess vegna er þetta orðalag svona, vegna þess að hæstv. forseti veit að hann getur ekki fullyrt að þetta sé þingtækt. Þess vegna er þetta orðað svona.