144. löggjafarþing — 106. fundur,  13. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[19:01]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmaður fór ágætlega yfir muninn á þeim breytingartillögum sem nú liggja fyrir og það að fyrrverandi ráðherrar hefðu ákveðið að setja virkjunarkosti í umagnarferli sem almenningur gat komið að, þar sem aðkoma almennings var tryggð, sem er lögbundið. Sama hversu oft það er sagt úr þessum ræðustól vilja menn ekkert skilja það.

Mig langar að spyrja hv. þingmann út í friðlýsingar. Nú er það hluti af því jafnvægi sem er milli virkjana og verndar að stjórnvöld fylgi eftir friðlýsingu svæða. Það hefur komið í ljós að ekki hefur verið lögð króna í friðlýsingar frá því að þessi ríkisstjórn komst til valda. Síðasta framlagið var framlag á fjárlögum frá fyrri ríkisstjórn. Hvað þykir hv. þingmanni um það?