144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áframhald umræðu um rammaáætlun.

[10:59]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Svo að það sé ljóst hvar völdin og ábyrgðin í þessu máli liggur þá hefur forseti þingsins dagskrárvaldið og hefur ákveðið að setja í forgang þingsályktunartillögu með breytingartillögum sem þýða að ef þingið klárar þessa umræðu og samþykkir þingsályktunartillöguna þá hefur þingið ályktað að ráðherra skuli brjóta lög samkvæmt áliti ráðuneytisins sjálfs. Þetta er það sem forseti þingsins setur í forgang að skuli rætt hér dag eftir dag.

Níu þingmenn geta samkvæmt þingsköpum kallað eftir því að ljúka þessari umræðu. Þið getið tekið málið, þið hafið valdið. Er það ekki meiri hlutinn sem ræður? Þið hafið valdið til að snúa upp á hendurnar á fólki með þetta. Í stað þess að leita sátta og finna lausnir getið þið bara snúið upp á hendurnar á þingmönnum og klárað þetta mál. Þið hafið þau völd, þetta er ykkar ábyrgð.