144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áframhald umræðu um rammaáætlun.

[11:14]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Það er margt í ræðu hv. þm. Ásmundar Friðrikssonar sem ég ætla ekki að eyða tíma mínum í að ræða hér. Ég mundi vilja sjá á dagskrá mörg önnur málefni en akkúrat það sem hér er verið að ræða í dag af því að þá kæmum við mörgum málum áfram og gætum lokið afgreiðslu þeirra. Ég tala nú ekki um aðförina að framhaldsskólum landsins sem hæstv. menntamálaráðherra stendur í þessa dagana þó að hann sé nú í útlöndum og geri út ráðuneyti sitt til þess að fara í þau mál, sem eru grafalvarleg; fækkun tækifæra nemenda úti á landsbyggðinni og fólks almennt til þess að sækja sér menntun. Þetta er aðför að framhaldsskólum landsbyggðarinnar. Það kemur ekki fram að sameina eigi til dæmis Kvennaskólann og MR sem eru hér hlið við hlið. Nei, það á að sameina skóla sem eru landfræðilega langt í burtu hver frá öðrum, en að þeir vinni saman er ekki í boði. Það mál er til dæmis mun brýnna (Forseti hringir.) byggðastefnulega séð og að mörgu öðru leyti en það sem við (Forseti hringir.) erum hér að fjalla um núna. (Forseti hringir.) Það er forseti þingsins sem ræður hér dagskrá og ákveður hvað gera á (Forseti hringir.) þegar hann veit að þetta verður svona.