144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áframhald umræðu um rammaáætlun.

[11:15]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F):

Virðulegi forseti. Bakraddir kvartkórsins klikka ekki. [Kliður í þingsal.] Hv. þingmönnum er tíðrætt (Gripið fram í.) um mikilvægi (KaJúl: Komdu með eitthvað málefnalegt.) þessa máls (BjG: Efnislegt.) og benda hér á verkföll og annað og að við eigum að ræða frekar málefni verkalýðshreyfingarinnar. Mig langar að lesa aðeins upp úr ályktun miðstjórnar ASÍ frá því 23. október 2013:

„Því miður ákvað síðasta ríkisstjórn að rjúfa þá sátt sem verið hafði í undirbúningi rammaáætlunar og skapaði með því fordæmi fyrir pólitískum inngripum í faglegar tillögur verkefnisstjórnar. […] Sú tillaga að rammaáætlunin sem upphaflega var lögð fyrir Alþingi byggði á vinnu fagmanna og tók mið af þeim umsögnum sem bárust í löngu og ítarlegu vinnuferli verkefnisstjórnarinnar. Miðstjórn ASÍ telur enn þá að sú tillaga sé líklegust til þess að skapa sátt.“

Eigum við ekki bara að fara (Forseti hringir.) að hlusta á ASÍ?