144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

stuðningskerfi til að auðvelda för hreyfihamlaðs fólks.

[11:47]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Starfshópurinn sem hér er gerður að umtalsefni af hv. þingmanni og tillögur hans skilaði tillögum sínum til félags- og húsnæðismálaráðherra 17. desember síðastliðinn. Frá þeim tíma hefur ráðuneytið unnið með þær tillögur sem heyra þar undir. Ég veit til þess að félags- og húsnæðismálaráðherra er að vinna fjárlagatillögur um þetta mál, en ég þekki ekki til hlítar hvar það er statt. Á þessari stundu hef ég ekki upplýsingar um það nákvæmlega hvernig þessari vinnu kemur til með að ljúka eða í hvaða farveg einstakar tillögur fara. Ég bíð einfaldlega eftir skilum frá starfsfólki ráðuneytisins í því efni hvernig þær hugmyndir sem þar koma fram verða afgreiddar.