144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[13:56]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki hvernig ég á helst að reyna að útskýra þessi mál. Mér finnst, ef ég má segja það hér, munur á umfjölluninni um Skrokköldu og Hagavatn vegna þess að verkefnisstjórn í 2. áfanga fjallaði um alla þessa kosti, fjallaði um Þjórsá, Skrokköldu og Hagavatn. Sú faglega stjórn og undirhópar komust að þeirri niðurstöðu að setja kostina í Þjórsá í orkunýtingarflokk sem og Skrokköldu, en ekki Hagavatn.

Þess vegna segi ég að ef ég á að fylgja faglegu mati var Hagavatn þegar í 2. áfanga sett í biðflokk þannig að mér finnst eðlilegt (Forseti hringir.) að það sé ekki sett núna í nýtingarflokk.

Allir hinir flokkarnir hafa af faglegri verkefnisstjórn verið settir í orkunýtingu. Síðan hefur sérstaklega verið fjallað um alla kostina þrjá í fyrri hluta 3. áfanga. [Kliður í þingsal.]