144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[14:43]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hann sjái eðlismun á því annars vegar að ákveða að gera annað af tveimur kostum og hins vegar að bíða með að ákveða hvorn kostinn beri að velja, ef nokkurn. Sem dæmi: Við ætlum að nýta eitthvert svæði. Einum dettur í hug að byggja áfengisverslun, öðrum spilavíti. Við ákveðum að gera annað hvort. Sér hv. þingmaður mun á því að ákveða að byggja annað hvort eða að bíða með að byggja annað hvort?