144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[14:45]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Enginn hefur stungið upp á því að bíða að eilífu. Það hefur verið stungið upp á því, og reyndar þess krafist, að klárað verði það ferli sem er ætlað til að taka ákvörðun í þessu máli. Ég var ekki að spyrja hv. þingmann út í neinar umsagnir, með fullri virðingu, heldur spurði ég hv. þingmann hvort hann sæi eðlismun, ekki stigsmun heldur eðlismun, á því að taka það sem hinn aðilinn telur ranga ákvörðun og því að taka ekki ákvörðun, þ.e. að bíða þar til eitthvert annað ferli er búið og taka síðan ákvörðun. Ég spyr vegna þess að það er alltaf talað um eitthvað í síðustu ríkisstjórn, sem ég var ekki hluti af, svona meðan ég man, og ber enga ábyrgð á, þegar menn réttlæta það að núna sé vikið frá hinu samþykkta ferli, það sé vegna þess að gamla vonda ríkisstjórnin gerði það. Það er alltaf gert á þeim forsendum að fyrri ríkisstjórn hafi tekið eitthvað úr nýtingarflokki og sett það í biðflokk, ekki í verndarflokk heldur biðflokk.

Ég spyr aftur: Sér hv. þingmaður ekki eðlismun þarna á?