144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[14:51]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það voru ekki mín orð að ég hefði rétt á að láta ríkisstjórnina fremja lögbrot. Reyndar hafa ráðherrar verið dæmdir í Hæstarétti fyrir að fremja lögbrot, þannig að við þurfum ekki að fara langt til að gá að því. Það sem ég er að segja er að ég tala ekki fyrir þingið. Meiri hluti atvinnuveganefndar er ekki þingið allt. Hann er ekki nema sex þingmenn. Við komum með breytingartillögu. Þar eru aðrir þingmenn í atvinnuveganefnd og þeir koma með sína tillögu og sitt álit. Svona er þingræðið. Við segjum ríkisstjórninni ekki hvað hún á að gera og ríkisstjórnin segir okkur ekki hvað við eigum að gera.