144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[15:08]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég er komin hingað til að mótmæla dagskrá þingsins. Ég mótmæli því að við séum með málið sem verið er að ræða í dag á dagskrá. Ég bið forseta að taka vel í þá hugmynd mína að slíta þingfundi og kalla til sín þingflokksformenn og formenn stjórnmálaflokkanna til að fara yfir þá stöðu sem hér er komin upp.

Það er ekki aðeins þannig að hér sé verið að eyða dýrmætum tíma og kröftum í að ræða mál sem við vitum alveg að mun ekki fara af dagskrá á meðan þessar umdeildu breytingartillögur eru frammi heldur er líka verið að eyðileggja rammaáætlun. Það er verið að kasta rammaáætlun út um gluggann. Allt í lagi, hér eru sex hv. þingmenn í atvinnuveganefnd sem leggja það til og kannski er það ekki það alvarlegasta, en hæstv. umhverfisráðherra er á sömu (Forseti hringir.) slóðum. Þetta er mjög alvarlegt ástand. Það þarf að funda um þetta með forustumönnum stjórnmálaflokkanna. (Gripið fram í: Heyr, heyr!)