144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[15:33]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Það má öllum vera ljóst að umræður á Alþingi eru komnar í algerar ógöngur, ekki aðeins í dag heldur líka síðustu daga, og þau tíðindi sem hv. þm. Helgi Hjörvar kom með í síðustu ræðu um að hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra hefði dregið til baka annað af meginfrumvörpunum sem hún hafði boðað setur störfin á Alþingi í enn meira uppnám. Það hlýtur því að vera verulegt umhugsunarefni fyrir hæstv. forseta hvort ekki sé rétt að fresta fundi, fresta þeirri umræðu sem á sér stað hér í dag og eiga samtal við minni hlutann um það hvaða mál sé vilji til að ljúka á þessu vorþingi, hvaða mál séu hreinlega á dagskrá ríkisstjórnarinnar (Forseti hringir.) og hvaða breytingar á eigin málum hv. meiri hluti og hæstv. ríkisstjórn eru í rauninni að leggja til í þessari umræðu.