144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:10]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að við ættum frekar að fara að ræða umgjörð rammans um hvernig kjaradeilur séu best leystar á vinnumarkaði í staðinn fyrir hitt málið. Hitt málið á ekkert að vera á dagskrá hérna og það er ekkert í lagi að það sé bara einhver einn maður, forseti þingsins, sem ræður því. Það er ekkert í lagi. Það eru ekki stjórnmál sem eru til þess fallin að við getum verið með langtímastefnumótun og sátt í samfélaginu.

Ég hvet þingmenn til þess að fara bara að ræða um vinnumarkaðinn og kjaradeilurnar sem eru og tala um lausnir þar.