144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:28]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil biðja forseta enn og aftur að taka vel í þá bón mína að slíta þessum fundi og kalla forustumenn stjórnmálaflokkanna til sín til að fara yfir stöðuna sem hér er komin upp. Ef frú forseti vill ekki verða við þeirri bón þá bið ég um að forseti útskýri fyrir okkur af hverju málið er hér á dagskrá. Af hverju er þetta umdeilda mál sett á dagskrá þingsins þegar öllum má vera ljóst að stjórnarandstaðan bregst illa við því að henda eigi rammaáætlun út um gluggann? Telur forseti að það verði til þess að auka virðingu fólks fyrir Alþingi og auka traust og tiltrú á því sem við erum að gera hér?